Nýjast á Local Suðurnes

Íbúðir á 20 milljónir á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu – Sjáðu muninn!

Fasteignaverð á Suðurnesjum er farið að nálgast það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu, en enn er þó töluverður munur á stærð og gæðum. Ungt fólk getur þó átt nokkuð erfitt með að kaupa sína fyrstu eign og því lítum við á muninn á því sem fæst undir 20.000.000 króna á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.

Úrvalið í þessum verðflokki er ekki mikið, en á höfuðborgarsvæðinu má að mestu leiti fá ósamþykktar einstaklingsíbúðir frá 20 – 40 fermetrum að stærð. Á Suðurnesjum má hins vegar finna allt að 70 fermetra samþykkt íbúðarhúsnæði á svipuðu verði. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi sem fengin eru af fasteignavef Vísis, en nánari upplýsingar um eignirnar má fá með því að smella á tenglana.

Mávabraut, 66 m2 – 19.900.000

 

 

 

 

 

 

 

Faxabraut, 69 m2 – 18.900.000

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Suðurgata, 68 m2 – 17.900.000

 

 

 

 

 

 

 

Grænásbraut, 50 m2 – 18.300.000

 

 

 

 

 

 

 

Vefmiðillinn DV tók saman lista yfir þær íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem kosta undir 20.000.000 króna og er listinn tæmandi. Allar íbúðirnar eiga það sameiginlegt að vera ósamþykktar. Listann má finna hér.