sudurnes.net
Kostnaðarsamt að skreyta í hverfum Reykjanesbæjar - Local Sudurnes
Árleg umræða um jólaskreytingar í Reykjanesbæ er farin í loftið á samfélagsmiðlum, en málið er að venju rætt á íbúasíðum á Fésbókinni. Sitt sýnist hverjum um málið en staðan í jólaskreytingamálum hefur verið þessi undanfarinn áratug eða svo. Ástæðan fyrir skreytingaleysi í hverfum bæjarins er samkvæmt upplýsingum frá Umhverfissviði sveitarfélagsins kostnaður við uppsetningu og viðhald á skreytingum. Til að mynda þyrfti að setja tengibox í hvern ljósastaur sem hefur að geyma einhverskonar skreytingu en slíkt mun vera afar kostnaðarsamt. Sveitarfélagið hefur í stað þess að skreyta hverfin lagt áherslu á að skreyta miðbæinn og stofnæðar bæjarins yfir hátíðirnar. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnÍbúar taki þátt í að velja götunöfnCourtyard hlýtur eftirsótt verðlaun annað árið í röðÍbúar á Suðurnesjum sækja þjónustu út fyrir svæðið í miklum mæliSkessuskokk á laugardagFramlengdu vegabréfin verða ógildMest lesnu pistlar ársins: Óþægilegu hlutar fjármálanna og Beruð kynfæri6,25 milljón farþegar um Keflavíkurflugvöll á næsta áriAllt í rusli á Ásbrú – “Kennum fólki að opna ruslatunnu, setja ruslið ofan í og loka”