Nýjast á Local Suðurnes

Þróttur Vogum semur við landsliðsmann frá Færeyjum

Þróttu Vogum hefur samið við Högna Madsen, 32 ára, Færeying um að leika með liðinu í sumar.

Högni lék síðast með Fram í Inkasso-deildinni, en þar á undan með B36 frá Þórshöfn í heimalandinu. Hann á 8 A-landsleiki fyrir Færeyjar og hafði allan sinn feril leikið í heimalandinu áður en hann fór í Fram. Högni getur bæði spilað miðvörð og miðju.