Nýjast á Local Suðurnes

Hægt að styrkja Villiketti í Reykjavíkurmaraþoni

Nokkri hlauparar munu hlaupa til styrktar Villiköttum í Reykjavíkurmaraþoni laugardaginn 20.ágúst næstkomandi, en félagið kom meðal annars að björgun á yfir en fimmtíu köttum af heimili konu á Suðurnesjum, fyrir nokkrum misserum.

Megin tilgangur félagsins er að láta sig varða velferð útigangs- og villikatta á Íslandi. Félagið er rekið í sjálfboðavinnu dýravina. Félagið sér um að fanga og gelda kettina skv. TNR (Trap-neuter-return) og þar með fækka villiköttum og bæta lífsgæði þeirra.

Hægt er að styðja við bakið á félaginu með því að smella hér.