Nýjast á Local Suðurnes

Vörpuðu hlutkesti – Tvö jafnhá tilboð bárust í fasteign í eigu Reykjanesbæjar

Varpa þurfti hlutkesti þegar tekin var ákvörðun um sölu húsnæðis í eigu Reykjanesbæjar, þar sem tvö jafnhá tilboð lágu fyrir. Um er að ræða fasteignina Hafnargötu 22 og var tilboði Gullhjarta ehf., að upphæð kr. 12.500.000 tekið.

Bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar varðandi söluna.

Fyrir liggja tvö kauptilboð að sömu fjárhæð. Bæjarráð tekur ákvörðun um að varpa hlutkesti. Kauptilboð frá Gullhjarta ehf. að fjárhæð kr. 12.500.000 vann hlutkestið. Bæjarráð samþykkir kauptilboðið frá Gullhjarta ehf.  að fjárhæð kr. 12.500.000.