sudurnes.net
Listamaður beðinn um að yfirgefa Bláa lónið - Local Sudurnes
Gjörningalistamaðurinn Johannes Paul Raether var rekinn úr afgreiðslu Bláa lónsins og eltur út af svæðinu þegar hann framkvæmdi gjörninginn Protekto.x.x. Absurd Alloy (5.5.5.4), sem var hluti af tón- og myndlistarhátíðinni Cycle á föstudag. Þetta kemur fram á vef DV, en þar má sjá myndir af því þegar starfsfólk Bláa lónsins ræðir við listamanninn. Rúta, full af áhorfendum elti listamanninn, sem hóf ferðalagið í álverinu í Straumsvík þar sem hópurinn fékk leiðsögn og því næst í Bláa lónið. Þar voru viðtökurnar ekki jafn vinalegar, en þegar listamaðurinn reyndi að næla sér í kísil úr lóninu var hann stöðvaður af starfsmanni. Því næst skoðaði listamaðurinn sig um í verslun Bláa lónsins en var þá vinsamlegast beðinn um að yfirgefa bygginguna – enda þyrfti leyfi fyrir slíkum uppákomum. Meira frá SuðurnesjumPálmar Örn verður Palm West og syngur alvöru íslenska kántrýtónlist – Myndband!Gífurlegt eftirlit og “óstjórnleg paranoja” á ÁsbrúGanga á Þorbjarnarfell í kvöld – Taktu þátt og þú gætir unnið flott verðlaunKlósettið á sinn alþjóðlega dag! – Árna Árna er ekkert óviðkomandiÚtgerðarrisi í Grindavík segir upp 70 sjómönnum – “Tímasetningin er skelfileg”Íhuga að skilja á fjórða tug farþega eftir á Íslandi vegna veðursLagðist á Reykjanesbraut og var færður burt í járnum – Myndband!Endurvekja Stapaböll – [...]