Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjafólk á sæti í öllum yngri landsliðum KKÍ

Körfuknattleikssamband Íslands hefur tilkynnt liðsskipan yngri landsliða Íslands í körfuknattleik fyrir árið 2017. Um er að ræða endanlegt val þjálfara og aðstoðarþjálfara yngri landsliða KKÍ. Suðurnesjafólk á sæti í öllum yngri landsliðunum að þessu sinni.

Alls voru 84 leikmenn valdir og koma þeir frá 15 félögum. U15 liðin fara á Copenhagen Invitational mótið í Danmörku í júní.  U16 og U18 liðin fara fyrst á NM í Finnlandi, einnig í júní, og svo fer hvert og eitt þeirra einnig í Evrópukeppni FIBA síðar í sumar.

Hér má sjá lista yfir yngri landslið Íslands.