Nýjast á Local Suðurnes

Marga lögreglumenn þurfti til að vísa drukknum farþegum frá flugi

Mikil ölvun var í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um miðnætti í nótt sem varð til þess að níu farþegum var vísað frá flugi  ungverska flugfélagsins Wiss Air til Gdansk vegna ástands þeirra.

Allmargir lögreglumenn úr flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum voru á svæðinu og gáfu þeir umræddum farþegum fyrirmæli um að yfirgefa bygginguna, sem þeir gerðu. Skömmu síðar barst svo tilkynning um að hópurinn væri mættur aftur í  FLE og væri með læti. Fólkið virðist þó hafa séð sig um hönd því það var nýfarið þegar lögregla mætti.