Athugasemdir bárust vegna deiliskipulags við Leirdal
Reykjanesbær auglýsti á dögunum tillögu vegna breytinga á deiliskipulagi við Leirdal í Innri-Njarðvíkurhverfi. Um er að ræða deiliskipulag á rúmlega 11 þúsund fermetra svæði sem nær yfir lóðir númer 7-37 við Leirdal, en svæðið sem um ræðir hefur verið töluvert í fréttum undanfarið eftir að sex ungir drengir fundu og stungu sig á blóðugum sprautunálum á byggingasvæði við götuna í byrjun september.
Megin breytingin samkvæmt tillögunni er að einbýlishúsum á tveimur hæðum verði breytt í tvíbýlishús, samtals á 16 lóðum. Frestur til að sila inn athugasemdum við deiliskipulagið rann út þann 3. nóvember síðastliðinn og samkvæmt upplýsingum frá Umhverfissviði Reykjanesbæjar bárust athugasemd/ir við tillöguna sem verða skoðaðar nánar.
Gera má ráð fyrir að skipulagsbreytingarnar verði teknar fyrir á næst fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, sem fram fer um miðjan mánuðinn.
Eigandi byggingana hefur birgt fyrir glugga og dyraop húsnæðisins en sá umbúnaður hefur ítrekað verið brotinn frá. Gera má ráð fyrir að ástand bygginganna verði óbreytt á meðan skipulagsmálin eru í ferli.