Nýjast á Local Suðurnes

Von á yfir 200 keppendum á EM í bekkpressu sem haldið verður í Reykjanesbæ

Evr­ópu­meist­ara­mótið í bekkpressu verður haldið í Reykjanesbæ helgina 18. – 20. ágúst næstkomandi, um er að ræða lang­stærstu keppni í kraft­lyft­ing­um sem hald­in hef­ur verið á Íslandi, en gert er ráð fyr­ir ríf­lega 200 kepp­end­um frá aðild­ar­fé­lög­um Evr­ópska kraft­lyft­inga­sam­bands­ins.

Keppn­in fer fram í íþróttamiðstöð Njarðvík­ur sem er heima­völl­ur Massa og lík­leg­ast lang­besta aðstaða lands­ins fyr­ir at­b­urði sem þessa, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu vegna móts­ins.

Í fyrsta skipti verður keppt bæði í opn­um og ung­linga­flokki (19–23 ára) karla og kvenna og er von á mörg­um af sterk­ustu bekkpress­ur­um heims í opn­um flokki sem og ung­linga.

Mörg af stærstu nöfn­un­um úr heimi bekkpress­unn­ar ætla að setja mark sitt á þetta næst­sterk­asta bekkpressu­mót heims á eft­ir sjálfu heims­meist­ara­mót­inu.