Nýjast á Local Suðurnes

Hvassviðri og éljagangur framundan – Gul viðvörun

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Björgunarsveitin Suðurnes

Veðurstofa gerir ráð fyrir Suðvestan 15-20 m/s sunnantil fram yfir hádegi á morgun laugardag. Gul viðvörun tekur gildi í fyrramálið og gildir til klukkan 17.

Eftir það verður áfram éljagangur sunnan- og vestantil á landinu, frost 0 til 7 stig. Dregur úr vindi annað kvöld.