Nýjast á Local Suðurnes

Skoskur varnarmaður til Keflavíkur

Skoski varnarmaðurinn Marc McAusland er genginn til liðs við Keflavík.  Marc hefur æft með liðinu undanfarna daga og hefur nú gert tveggja ára samning við félagið.

Marc er 27 ára gamall, fæddur árið 1988.  Hann er hávaxinn varnarmaður, 1.83 m á hæð, og hefur leikið um 200 deildarleiki í Skotlandi. McAusland lék síðast með Dunfermnline en hefur áður leikið með St. Mirren, Stranraer og Queen of the South.