Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík fær liðsstyrk frá bosnísku meisturunum

Grindvíkingar halda áfram að styrkja sig fyrir átökin í Pepsí-deildinni, en þeir hafa fengið serbneska leikmanninn Milos Zeravica til liðs við sig fyrir átökin í Pepsi-deildinni í sumar. Milos er 28 ára gamall en hann hefur æft með Grindvíkingum undanfarnar vikur. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu

Síðast spilaði Milos með Zrinjski Mostar í Bosníu-Hersegóvínu en liðið varð meistari þar í landi á síðasta tímabili.

Milos er örvfættur en hann getur spilað allar stöður á miðjunni og á báðum köntunum.