Nýjast á Local Suðurnes

Ákvörðunartaka um sameiningu Kölku og Sorpu komin í hendur bæjarstjórna

Mynd: Blái herinn

Stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. hefur samþykkt að vísa frekari ákvörðunum um framhald viðræðna vegna fyrirhugaðrar sameiningar Kölku og Sorpu til bæjarstjórna sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

Þá samþykkti stjórnin að fyrirkomulag um kynningu á málinu verði framkvæmd í samráði við fulltrúa bæjarstjórnanna. Viðræður félaganna hafa staðið yfir frá því árið 2016 og er stjórnin einhuga um að sameining fyrirtækjanna geti verið mjög góður kostur fyrir sveitarfélögin með framtíðarhagsmuni og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.