Nýjast á Local Suðurnes

Sterk liðsheild skóp Grindavíkursigur

Grindvíkingar eru einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitarimmu Dominos-deildarinnar í körfuknattleik, eftir 94-84 sigur á Stjörnunni í kvöld.

 

Það var öðru fremur sterk liðsheild sem skóp sigurinn í kvöld, Grindvíkingar náðu vel saman í vörn og sókn, á meðan Stjörnumenn virkuðu óákveðnir í flestum sínum aðgerðum.

Lew­is Cl­inch Jr. skoraði 22 stig fyrir Grindavík, Þor­leif­ur Ólafs­son átti frábæran kafla í fyrri hálfleik og skoraði 21 stig og tók ​10 frá­köst. Þá átti Ólaf­ur Ólafs­son einnig fínan leik og setti 15 stig og tók ​10 frá­köst.