sudurnes.net
Opna bókhald Reykjanesbæjar - Ekki hægt að skoða einstaka reikninga - Local Sudurnes
Reykjanesbær hefur sett upp veflausn sem gerir íbúum kleift að finna upplýsingar úr bókhaldi sveitarfélagsins. Kerfið verður tekið í notkun þann 1. september næstkomandi, en með hinu nýja kerfi, sem verður aðgengilegt á vef sveitarfélagsins, Reykjanesbær.is, verður hægt að skoða útgjöld stjórnsýslunnar, einstakra stofnana og deilda. Ekki verður þó hægt að skoða einstaka reikninga en í opnu bókhaldi Reykjanesbæjar verður hægt að skoða tvo flokka, tekjur og gjöld. Kópavogsbær opnaði bókhald bæjarins með aðgengilegri veflausn á vefsíðu bæjarins á síðasta ári, en þar er að finna upplýsingar um færslur undanfarinna þriggja ára, þar á meðal einstaka reikninga einstakra deilda. Meira frá SuðurnesjumStefnt á að nýr skóli taki til starfa í Innri-Njarðvík árið 2017Sverri Sverrissyni dæmdar 19 milljóna króna bætur vegna fasteignaviðskipta á ÁsbrúGrindvíkingar skoða möguleika á að taka á móti flóttamönnumGuðbrandur Einarsson verður forseti bæjarstjórnar ReykjanesbæjarTólf vilja forstjórastólHringtorg á Reykjanesbraut boðin út – Isavia aðili að útboðinuEmbætti lögreglustjóra laust til umsóknarSólmundur heldur tónleika í Hljómahöll – Stendur fyrir hópfjármögnun á útgáfu plötuVísbendingar um kvikusöfnunSamráð við íbúa varðandi umferðarhraða