Nýjast á Local Suðurnes

Bílvelta á Reykjanesbraut

Umferðaróhapp varð á Reykja­nes­braut þegar ökumaður missti stjórn á bif­reið sinni með þeim af­leiðing­um að hún valt og endaði á toppn­um. Ökumaður­inn og farþegi sluppu án veru­legra meiðsla.

Þá var ekið á vegrið á Reykja­nes­braut og var bif­reiðin óöku­fær eft­ir. Ekki urðu slys á fólki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.