Bílvelta á Reykjanesbraut
Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún valt og endaði á toppnum. Ökumaðurinn og farþegi sluppu án verulegra meiðsla.
Þá var ekið á vegrið á Reykjanesbraut og var bifreiðin óökufær eftir. Ekki urðu slys á fólki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.