Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið – Ingvar átti náðugan dag í markinu

Arn­ór Ingvi Trausta­son fyrrum leikmaður Njarðvíkur og Keflavíkur og núverandi atvinnumaður með Norköpping í Svíþjóð skoraði sig­ur­markið í leik Íslands og Finnlands sem fram fór í Abu Dhabi í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um í dag. Markið kom snemma í fyrri hálfleik.

Ingvar Jónsson fyrrverandi markvörður Njarðvíkinga sem leikur með Sandnes Ulf kom einnig við sögu í leiknum en hann lék fyrri hálfleikinn og stóð sig vel, þrátt fyrir að lítið væri að gera í markinu. Ísland vann leikinn 1-0.