Nýjast á Local Suðurnes

Íþróttaakademía Keilis hlýtur evrópska gæðavottun – Eykur sýnileika útskrifaðra nemenda

ÍAK einkaþjálfaranám Keilis hlaut á dögunum alþjóðlega viðurkenningu og vottun á náminu á vegum Europe Active stofnunarinnar. Vottunin er gæðastimpill á því námi sem skólinn hefur boðið upp á undanfarin ár og mun auka sýnileika útskrifaðra nemenda á alþjóðavísu.

Með vottuninni verða útskrifaðir einkaþjálfarar framvegis skráðir í EREPS gagnagrunn þeirra og öðlast þar með evrópska vottun á færni sinni.

Vottunin gildir ekki fyrir fyrrverandi nemendur námsins, en skólinn hefur ákveðið að bjóða upp á Masterclass námskeið fyrir útskrifaða ÍAK einkaþjálfara þar sem þeir munu geta öðlast þessa vottun í framhaldinu.

Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis, tók við viðurkenningarskjalinu á Europe Active International Standard Meeting í Róm í síðasta mánuði.