United Silicon fær þriggja mánaða greiðslustöðvun

Héraðsdómur Reykjaness veitti í dag United Silicon greiðslustöðvun í þrjá mánuði, eða til 4. desember, svo að freista megi þess að ná að koma rekstri verksmiðjunnar á réttan kjöl.
Þetta er haft eftir Helga Jóhannessyn hæstaréttarlögmanni á vef mbl.is. Helgi er aðstoðarmaður fyrirtækisins á greiðslustöðvunartíma.
Arion banki, Íslenskir aðalverktakar, Landsvirkjun, Reykjanesbær og ítalska fyrirtækið Tenova sem seldi United Silicon ljósbogaofninn eru á meðal kröfuhafa United Silicon.