Nýjast á Local Suðurnes

United Silicon fær þriggja mánaða greiðslustöðvun

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Héraðsdóm­ur Reykja­ness veitti í dag United Silicon greiðslu­stöðvun í þrjá mánuði, eða til 4. des­em­ber, svo að freista megi þess að ná að koma rekstri verk­smiðjunn­ar á rétt­an kjöl.

Þetta er haft eftir Helga Jó­hann­es­syn hæsta­rétt­ar­lögmanni á vef mbl.is. Helgi er aðstoðarmaður fyrirtækisins á greiðslu­stöðvun­ar­tíma.

Ari­on banki, Íslensk­ir aðal­verk­tak­ar, Lands­virkj­un, Reykja­nes­bær og ít­alska fyr­ir­tækið Tenova sem seldi United Silicon ljós­boga­ofn­inn eru á meðal kröfuhafa United Silicon.