Nýjast á Local Suðurnes

Halda sínu striki þrátt fyrir hertar reglur

Flugfélögin virðast ætla að halda sínu striki þrátt fyrir að hertar reglur taki gildi á Keflavíkurflugvelli frá og með miðnætti í kvöld. Nítján flug eru áætluð á fimmtudag.

Sem fyrr eru það Icelandair og Wizz-air sem halda uppi flestum ferðum til og frá landinu um þessar mundir samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar.