Nýjast á Local Suðurnes

Tveir nýir framkvæmdastjórar til Isavia

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir sem hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar og upplýsingatækni. Þær taka báðar sæti í framkvæmdastjórn Isavia ohf.

Anna Björk tekur við nýju þjónustu- og rekstrarsviði Isavia á Keflavíkurflugvelli sem annast daglegan rekstur Keflavíkurflugvallar, en hún hefur víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu og starfaði síðast sem framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna hjá Advania.

Ragnheiður tekur við nýju stoðsviði Isavia sem er stofnað til að annast stafræna þróun og rekstur upplýsingatækni hjá félaginu, en hún starfaði síðast sem framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Vodafone.

Isavia hóf vinnu við skipulagsbreytingar í nóvember síðastliðnum með sameiningu viðskiptasviðs, rekstrarsviðs og tækni- og eignasviðs í tvö ný svið, í kjölfarið var tveimur framkvæmdastjórum var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu samdægurs.