Nýjast á Local Suðurnes

Rokksafnið flutt í skjóli nætur – Risagítar settur upp í kvöld

Rokksafnið, sem staðsett hefur verið í Hljomahöllinni, var flutt í nýtt framtíðarhúsnæði á Ásbrú í nótt og verður opnað á nýjum stað á morgun.

Töluverð umræða hefur skapast um framtíð safnsins eftir að bæjarstjórn Reykjanesbæjar ákvað að bókasafn sveitarfélagsins yrði flutt í Hljómahöll, en samkvæmt upplýsingum Suðurnes.net bauðst þetta nýja húsnæði, sem áður hýsti gagnageymslur, óvænt og var ákveðið að slá til og vinna að flutningi safnsins hratt.

Í kvöld verður 11 metra langur gítar fluttur á svæðið og settur upp, en um nokkuð flókna aðgerð er að ræða. Samkvæmt heimildum ættu flutningsaðilar að vera á ferðinni á Ásbrú um klukkan 21 í kvöld.