sudurnes.net
Rokksafnið flutt í skjóli nætur - Risagítar settur upp í kvöld - Local Sudurnes
Rokksafnið, sem staðsett hefur verið í Hljomahöllinni, var flutt í nýtt framtíðarhúsnæði á Ásbrú í nótt og verður opnað á nýjum stað á morgun. Töluverð umræða hefur skapast um framtíð safnsins eftir að bæjarstjórn Reykjanesbæjar ákvað að bókasafn sveitarfélagsins yrði flutt í Hljómahöll, en samkvæmt upplýsingum Suðurnes.net bauðst þetta nýja húsnæði, sem áður hýsti gagnageymslur, óvænt og var ákveðið að slá til og vinna að flutningi safnsins hratt. Í kvöld verður 11 metra langur gítar fluttur á svæðið og settur upp, en um nokkuð flókna aðgerð er að ræða. Samkvæmt heimildum ættu flutningsaðilar að vera á ferðinni á Ásbrú um klukkan 21 í kvöld. Meira frá SuðurnesjumVeikindi og yfirvinnubann hafði áhrif á yfir 3000 farþega IcelandairSkemmtistaður gjörónýtur eftir eldsvoðaGuðrún mun sjá um fjármálin og stjórnsýslunaThelma Lind keppir á Ólympíuhátíð EvrópuæskunnarArnar Helgi í fantaformi – Hefur bætt sjö Íslandsmet á undanförnum vikumEldur kom upp í spilliefnageymslum Kölku – Húsnæðið í um 150 metra fjarlægð frá íbúabyggðFundur um fornleifar á ReykjanesskaganumTheodór sló Íslandsmet í skotfimiSkipulagsmál fyrirferðamikil á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs – Átta athugasemdir vegna sundhallarreitsSpá miklu hvassviðri – Vara við akstri um Reykjanesbraut