Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjafyrirtæki skora hátt samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni

Viðskiptavinir HS Orku eru þeir ánægðustu í flokki orkusala samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni. Viðskiptavinir Nettó eru einnig ánægðir, en fyrirtækið lenti í öðru sætinu á eftir Krónunni. Í flokki smávöruverslana lenti Nettó í fjórða sæti, á eftir Vínbúðinni, Byko og Krónunni.

Þetta er í fjórtánda skipti á fimmtán árum sem viðskiptavinir HS Orku eru þeir ánægðustu og í annað skiptið á jafnmörgum árum sem Nettó vermir annað og fjórða sætið í sínum flokkum. Viðskiptavinir eldsneytissölu Costco eru þeir ánægðustu á Íslandi en Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2018.

Íslenska ánægjuvogin er könnun sem Samtök iðnaðarins og Stjórnvísi standa sameiginlega að og er framkvæmd í höndum Zenter rannsókna með það að markmiði að útvega fyrirtækjum samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina.