sudurnes.net
Lagfæra Hafnargötu í sumar - Einstefna á hluta götunnar - Local Sudurnes
Unnið verður að lagfæringu á Hafnargötu í Reykjanesbæ í sumar, en unnið er að hönnun götunnar þar sem fyrirkomulagi bílastæða verður breytt þannig að auðveldara verður að bæta aðgengismál og betur verður gert ráð fyrir gangandi fólki. Þetta kom fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs sveitarfélagsins á dögunum. Á meðan á framkvæmdum stendur verður komið á einstefnu á hluta götunnar og í ljósi reynslunnar verður framhaldið á því skoðað. Unnið er að umferðargreiningu. Þá segir að mikilvægt sé að tryggja aðkomu hagaðila við Hafnargötu og íbúa bæjarins að framtíðarfyrirkomulagi umferðar um Hafnargötu. Meira frá SuðurnesjumLeggur til að sveitarfélögin á Suðurnesjum skipuleggi svæði fyrir SamviskugarðaUndirskriftarsöfnun vegna kísilvera ekki í samræmi við gildandi sveitarstjórnarlögNýr vefur Ljósanætur tekinn í notkunVill aðgerðaáætlun um hvernig efla megi þjónustu ríkisins við íbúa á SuðurnesjumByggja 800 nýjar íbúðir í VogumStefna á stofnun bílastæðasjóðsFullur flugfarþegi með hótanir og dónaskap fékk tiltal frá lögregluAllt í rusli á Ásbrú – “Kennum fólki að opna ruslatunnu, setja ruslið ofan í og loka”Kettlingar sem týndust á Ásbrú fundust – Annar í ruslatunnu og hinn skaddaður á höfðiAðlögunaráætlun samþykkt – “Reiknum með að lækka útsvar bæjarbúa til jafns við það sem gengur og gerist”