Nýjast á Local Suðurnes

United Silicon fær framlengingu á greiðslustöðvun

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Héraðsdómur Reykjaness féllst í dag á beiðni United Silicon um áframhaldandi greiðslustöðvun til 22. janúar. Engin starfsemi hefur átt sér stað í verksmiðjunni frá 1. september síðastliðnum, utan þess að unnið hefur verið að endurbótum á verksmiðjunni.

Karen Kjartansdóttir, talsmaður United Silicon sagði við Vísi.is að fjárfestar hafi sýnt verksmiðjunni áhuga.

„Nú þegar þá hafa stórir alþjóðlegir aðilar lýst yfir áhuga á verksmiðjunni. Verðið á kísilmálmi hefur hækkað mikið að undanförnu þannig að vissulega gætu góð tækifæri falist í þessari verksmiðju,“ segir Karen við Vísi.