Fá frest til að skila inn athugasemdum til Umhverfisstofnunnar
Umhverfisstofnun hefur veitt United Silicon sólarhrings frest til að skila inn athugasemdum við fyrirhugaða lokun verksmiðjunnar þann 10. september næstkomandi, en stofnunin hefur tilkynnt fyrirtækinu að verði frekari vandræði með ofn verksmiðjunnar fyrir þann tíma verði reksturinn stöðvaður.
United Silicon óskaði eftir því að fresturinn yrði framlengdur um viku, stofnunin varð ekki við þeirri beiðni, en veitti frest í sólahring, sem fyrr segir.