Nýjast á Local Suðurnes

Lokahóf yngri flokka Njarðvíkur fór fram utandyra í sól og blíðu – Myndir!

Njarðvíkingar voru heppnir með veður í gær þegar lokahóf yngri flokka knattspyrnudeildar félagsins fór fram, en lokahófið fór fram utandyra í þetta sinn, á knattspyrnuvelli félagsins. Iðkendur fengu afhent verðlaun og boðið var upp á grillaðar pylsur, auk þess sem hægt var að spreyta sig á hinum ýmsu boltaþrautum.

Sú nýbreytni að halda hófið utandyra þótti takast vel og fjöldi fólks mætti á svæðið, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Fleiri myndir er að finna á Facebook-síðu Njarðvíkinga.

lokah1

 

lokah2

 

lokah3

 

lokah4

 

lokah5

 

lokah7

 

lokah8

 

lokah9