Nýjast á Local Suðurnes

Boraði í gegnum höndina á sér

Slys varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni þegar starfsmaður á verkstæði Airport Associates á Keflavíkurflugvelli boraði í gegnum höndina á sér. Maðurinn stóð í tröppu og var að bora í bárujárnsplötu þegar óhappið varð. Borinn festist í plötunni og sló til baka. Við það hrökk hann í hönd mannsins, sem var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.

Vinnueftirlitinu var tilkynnt um slysið.