Nýjast á Local Suðurnes

Óveður gæti haft áhrif á flug

Myndin tengist fréttinni ekki

Vegna óveðurs getur orðið röskun á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli fimmtudaginn 17. mars. Veðurspá gerir ráð fyrir miklum vindi og snjókomu.  Þetta kemur fram á vef flugvallarins.

Farþegar eru hvattir til að fylgjast með nýjustu upplýsingum um flugtíma á vef Keflavíkurflugvallar eða hjá viðkomandi flugfélögum. Hægt er að skrá sig fyrir flugtilkynningum vegna komu eða brottfara á vef Keflavíkurflugvallar og fá þær tilkynningar á Messenger, Twitter eða með tölvupósti. 

Veðrið kann einnig að hafa áhrif á flug til og frá innanlandsflugvöllum. Upplýsingar má nálgast hjá flugfélögum og á vefsíðum viðkomandi flugvalla. 

Farþegar eru einni hvattir til að fylgjast vel með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar en þar má finna m.a. upplýsingar um vegalokanir vegna óveðursins og þá hver staðan er varðandi umferð um Reykjanesbraut til og frá Keflavíkurflugvelli.