Nýjast á Local Suðurnes

Ný heilsugæslustöð verður byggð í Innri Njarðvík

Áformað er að ráðast í al­út­boð vegna fram­kvæmd­a við byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar í Innri Njarðvík sem fyrst. Miðað er við að hægt verði að taka nýja heilsu­gæslu­stöð í notk­un í lok árs 2024.

Rík­is­sjóður fjár­magn­ar fram­kvæmd­ina að fullu, en áætlaður kostnaður er rúmur milljarður króna. Reykja­nes­bær legg­ur til lóðina og ligg­ur fyr­ir ákvörðun um að heilsu­gæslu­stöðin verði reist við Tjarn­ar­braut/​Njarðarbraut.

Stöðin verður um 1.350 fermetrar að stærð og reiknað er með að mögulegt verði að þjónusta allt að 15.000 manns.