Ný heilsugæslustöð verður byggð í Innri Njarðvík

Áformað er að ráðast í alútboð vegna framkvæmda við byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar í Innri Njarðvík sem fyrst. Miðað er við að hægt verði að taka nýja heilsugæslustöð í notkun í lok árs 2024.
Ríkissjóður fjármagnar framkvæmdina að fullu, en áætlaður kostnaður er rúmur milljarður króna. Reykjanesbær leggur til lóðina og liggur fyrir ákvörðun um að heilsugæslustöðin verði reist við Tjarnarbraut/Njarðarbraut.
Stöðin verður um 1.350 fermetrar að stærð og reiknað er með að mögulegt verði að þjónusta allt að 15.000 manns.