Umhverfisstofnun og Kalka funda vegna Covid 19
Umhverfisstofnun hefur kallað eftir fundi með stjórnendum Kölku til að ræða afköst og áreiðanleika stöðvarinnar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar Covid 19.
Umhverfisstofnun vill þannig átta sig á hlutverki stöðvarinnar komi til þess að mikið þurfi að brenna af sóttmenguðum úrgangi.
Brennslustöð Kölku í Helguvík er útbúin til að eyða sóttmenguðum úrgangi sem og ýmsum flokkum spilliefna sem falla til hér á landi.