sudurnes.net
Söfnuðu einni og hálfri milljón króna - Local Sudurnes
Alls söfnuðust um ein og hálf milljón króna í Minningarsjóð Ölla, en söfnin fór fram fyrir viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur í Domino´s-deild karla. Andvirði miðasölu á leikinn rann óskipt í Minningarsjóðinn. þá kom einkar skemmtileg tilkynning rétt áður en liðin voru kynnt til leiks. Særún Lúðvíksdóttir móðir Ölla kom þá út á gólf með búning sem reyndist síðasti leikbúningur sem Ölli lék í á ferlinum. Það var búningur frá Stjörnuleik KKÍ þann 15. janúar 2000. Sjálfur búningurinn var keyptur af Coca Cola European Partners fyrir 500.000 krónur og rennur allt söluandvirði búningsins vitaskuld beint til Minningarsjóðs Ölla. Særún Lúðvíksdóttir afhenti Björgu Jónsdóttur rekstrarstjóra sölusviðs hjá CCEP búninginn sem svo síðar fól KKD UMFN það hlutverk að varðveita hann til frambúðar. Meira frá SuðurnesjumHM bikarinn lentur í Keflavík – Myndir!HM bikarinn óvænt á Íslandi aftur – Til sýnis í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í kvöld!Þróttarar sprungu á limminu í síðari hálfleik og eru úr leik í bikarnumÞróttarar lögðu KR-inga í Coca-Cola bikarnumEitt tilboð barst í framkvæmdir við GrindavíkurvegKolrassa Krókríðandi stefnir á endurútgáfu og tónleika – Þú getur hjálpað!Fannar er nýr bæjarstjóri GrindavíkurbæjarSkemmtistaður gjörónýtur eftir eldsvoðaLars og Heimir halda Njarðvíkingunum í landsliðshópnumHeimavellir kynna “nýja nálgun” á skuld við Kadeco