Nýjast á Local Suðurnes

Heilsuleikskólinn Krókur í erlendu samstarfi um heilsueflingu í leikskólum

Heilsuleikskólinn Krókur er að vinna að þróunarverkefni sem styrkt er af Nordplus junior í samstarfi við fimm aðrar þjóðir; Litháen, Lettland, Finnland, Danmörk og Eistland, sem stjórnar verkefninu. Verkefninu er ætlað að innleiða 5 þætti heilsueflingar samkvæmt kenningum Sebastian Kneipp sem taldi að hreyfing, næring, jafnvægi, vatn og jurtir væru þættir sem stuðla að almennri heilsu og fyrirbyggja jafnvel sjúkdóma.

Allir skólarnir eru með einn ákveðinn áhersluþátt sem hann mun miðla af reynslu sinni til hinna skólanna. Krókur er með JAFNVÆGI og mun miðla aðferðum í samskiptastefnu skólans, Rósemdar og umhyggju með áherslu á tilfinningastjórnun og núvitund. Í maí koma kennarar frá hinum skólunum í heimsókn til Grindavíkur í fimm daga þar sem við miðlað verður af reynslu um jafnvægi ásamt heilsu almennt.