Fæddi fyrirbura á flugi yfir Grænlandi

Tvær áhafnir frá Brunavörnum Suðurnesja ásamt ljósmóður frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja voru kallaðar út á Keflavíkurflugvöll í dag, eftir að kona fæddi barn um borð í flugvél yfir Grænlandi.
Um fyrirbura var að ræða og bæði móður og barni heilsast vel, segir á Facebook-síðu Brunavarna Suðurnesja.
Mynd: Facebook / Brunavarnir Suðurnesja