Nýjast á Local Suðurnes

Geta gert samning um afnot af húsnæði í Grindavík

Þeir aðilar sem áttu húsnæði í Grinda­vík geta nú gert samn­ing um af­not af hús­inu og greiða þá aðeins fyr­ir hita og raf­magn. Um er að ræða svo­kallaðan holl­vina­samn­ing við selj­end­ur hvað varðar um­hirðu, minni­hátt­ar viðhald og al­mennt eft­ir­lit með eign­un­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Fast­eigna­fé­lag­inu Þór­kötlu, en þar segir einnig að á meðan samn­ing­ur­inn er í gildi sé gengið út frá því að holl­vin­ur heim­sæki eign­ina og sinn­ir Þórkatla því ekki hefðbundnu eft­ir­liti á meðan, nema holl­vin­ur óski eft­ir því sér­stak­lega. En tekið er fram að óheim­ilt sé að dvelja í fast­eign­inni næt­ur­langt. Einnig er óheim­ilt að hafa þar fasta bú­setu.

Þá er tekið fram að kostnaður við holl­vina­samn­ing verður tvíþætt­ur. Ann­ars veg­ar borg­ar holl­vin­ur mánaðarleg­an kostnað af raf­magni og hita á fast­eign­inni. Hins veg­ar greiðir holl­vin­ur 30.000 kr. ein­skipt­is um­sýslu­gjald þegar samn­ing­ur­inn er gerður.