Nýjast á Local Suðurnes

Mengunar gæti orðið vart í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ

Veðurspá Veðurstofu gerir ráð fyrir austan 8-13 m/s á gosstöðvunum í kvöld og framan af morgundeginum, þriðjudegi 27. mars, þá má gera ráð fyrir að mengun frá gosstöðvunum berist til vesturs, meðal annars yfir Hafnir.

Á þessu tímabili er einnig mögulegt að vindur verði suðaustlægur um tíma og gæti mengunar þá orðið vart í Njarðvík, Keflavík og Sandgerði. Gasdreifingarspá er að finna hér.