Nýjast á Local Suðurnes

Eldur kom upp við leikskóla

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út að leikskólanum Suðurvellir í Vogum síðastliðna nótt eftir að eldur kom upp í ruslageymslu við leikskólann.

Dælubíll og sjúkrabíll voru sendir frá Reykjanesbæ auk dælubíls úr Vogum þar sem hætta var talin á að eldurinn gæti læst sér í húsinu. Það gerðist þó ekki og slökkvistarf gekk vel.

Mynd: Instagram / Brunavarnir Suðurnesja