Nýjast á Local Suðurnes

Er þetta óheppilegasta slagorð ársins? – Sjáðu myndina!

Ekki tókst að klára að tæma sorptunnur í Njarðvíkurhverfi fyrir jólafrí eins og greint var frá á dögunum og voru íbúar hverfisins nokkuð óhressir með ástandið og sköpuðust nokkrar umræður um málið á samfélagsmiðlunum.

Fyrirtækið Terra sér um sorphirðu í Reykjanesbæ, en fyrirtækið skipti um nafn á árinu sem er að líða og kynnti nýtt slagorð á sama tíma. Það má segja að slagorðið sé nokkuð óheppilegt sé miðað við aðstæðurnar sem sköpuðust í Njarðvík fyrir jól, en bílar fyrirtækisins eru kirfilega merktir hinu nýja slagorði, Skiljum ekkert eftir.