Greiddi tæplega 70.000 króna hraðasekt á staðnum
Lögreglan á Suðurnesjum kærði sextán ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 141 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hann greiddi sektina, 67.500, krónur á staðnum. Einn ökumaður til viðbótar var grunaður um ölvun við akstur.
Þá var lögreglan öflug með klippurnar um helgina og voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.