Nýjast á Local Suðurnes

Lítið hlutfall íbúa skrifað undir kröfu um bindandi íbúakosningar vegna kísilvera

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Rúmlega eitt þúsund manns, rétt um 8% kosningabærra íbúa Reykjanesbæjar, hafa ritað nafn sitt undir kröfu Andstæðinga stóriðju í Helguvík þess efnis að að haldin verði bindandi íbúakosning um það hvort íbúar á Suðurnesjum vilji eða vilji ekki kísilver Stakksbergs ehf. og Thorsil ehf. í Helguvík.

Undirskriftalistinn var gerður aðgengilegur á vef Þjóðskrár í lok nóvember og stendur söfnunin til 14. desember næstkomandi, en hana má finna hér.

Þá er einnig mögulegt að skrifa á listann á pappír.