Nýjast á Local Suðurnes

Tvö ísraelsk flugfélög fljúga á KEF í sumar

Fyrsta flugvél ísraelska flugfélagsins El Al frá Tel Aviv í Ísrael til Íslands lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan 14 í gær.

Ferðin í gær var sú fyrsta af fimm hjá félaginu til Íslands í sumar með hóp ferðafólks frá Ísrael. Flogið verður til 18. ágúst. El Al bætist þannig í hóp með þeim 20 flugfélögum sem þegar hafa hafið flug til og frá Keflavíkurflugvelli nú í sumar.

Í lok júlí, nánar tiltekið þann 27. júlí næstkomandi, bætist annað ísraelsk flugfélag Arkia í hópinn. Arkia flýgur 5 ferðir með ísraelska ferðahópa til landsins fram til 31. ágúst.

Hvorugt flugfélagið hefur flogið áður til Keflavíkurflugvallar.