Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar sækja peningana í höfuðborgina

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur verið iðin við kolann undanfarna daga og heldur bætt í hóp öflugra styrktaraðila.

Félagið hefur þannig skrifað undir samstarfssamninga við tvö öflug fyrirtæki sem hafa höfuðstöðvar í höfuðborginni, BM Vallá, sem sérhæfir sig í framleiðslu á ýmsum vörum sem framleiddar eru úr steinsteypu og fasteignasölu Domus Nova sem eins og nafnið gefur til kynna sérhæfir sig í sölu fasteigna.

Þá hripuðu forsvarsmenn Grjótgarða, sem sérhæfa sig í hellulögnum nafn sitt á samning við deildina sem stefnir hátt þetta sumarið.