Nýjast á Local Suðurnes

Búið að opna Grindavíkurveg fyrir umferð

Grindavíkurvegur hefur verið opnaður aftur fyrir umferð, en veginum var lokað um klukkan níu í morgun, norðan við afleggjarann að Bláa Lóninu, vegna alvarlegs umferðarslyss.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð árekstur tveggja bíla á veginum með þremur innanborðs. Vegurinn var lokaður í um þrjár klukkustundir vegna slyssins.

Allt tiltækt lið lögreglu var sent á staðinn, auk allra tiltækra sjúkrabíla frá Reykjanesbæ og Grindavík.