Nýjast á Local Suðurnes

Nemendur og starfsmenn Akurskóla leiddust í kringum skólabygginguna

Nemendur og starfsmenn Akurskóla tóku þátt í verkefni sem Mannréttindaskrifstofa Íslands stendur fyrir í tilefni af alþjóðlegum degi gegn kynþáttamisrétti, verkefnið felst í að fara út fyrir skólabygginguna og leiðast í kringum hana og standa þannig saman með margbreytileika í okkar samfélagi, segir á heimasíðu skólans.

Skilaboðin eru skýr: Það er bannað að mismuna vegna útlist eða uppruna. Njótum þess að vera ólík og allskonar.

Hægt er að sjá fleiri myndir á heimsíðu skólans auk þess sem þeim hefur verið deilt á samfélagsmiðlinum Facebook undir myllumerkinu #höndíhönd