Nýjast á Local Suðurnes

Samtökin Betri bær og Reykjanesbær bjóða upp á Jólakofann

Reykjanesbær og Betri bær taka höndum saman á aðventunni og bjóða áhugasömum að taka þátt í verkefninu Jólakofinn 2019.

Jólakofinn verður staðsettur á gangstétt milli Hafnargötu 26-28 á tímabilinu 7.-23. desember á fyrirfram skilgreindum tímum. Í jólakofanum gefst tækifæri til að selja ýmislegt skemmtilegt tengt jólum svo sem handverk, smákökur, kerti, heitt súkkulaði, laufabrauð o.s.frv.

Tilvalið fyrir félög, einstaklinga og jólasveina þar sem um er að ræða endurgjaldslausa þjónustu. Umsækjendur skila inn umsókn sem síðan fer til afgreiðslu. Umsækjendur verða látnir vita um niðurstöðu í síðasta lagi 30. nóvember.

Hér má sækja um kofann.