Nýjast á Local Suðurnes

Enn kvartað undan ónæði vegna skemmtistaðar

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hefur undanfarna sex mánuði átt í samtali við eigendur skemmtistaðanna Paddy’s og LUX Club, sem báðir eru staðsettir við Hafnargötu, vegna fjölda kvartana sem borist hafa vegna starfseminnar.

Samtalið virðist þó lítinn árangur hafa borið því bæjarráð Reykjanesbæjar ræddi málefni skemmtistaðarins LUX Club á fundi á dögunum, en kvartanir berast enn vegna ónæðis frá staðnum. Bæjarstjóranum var enn á ný falið að vinna málið áfram.

Í svari við fyrirspurn Sudurnes.net á síðasta ári sagðist Kjartan Már vera að ræða málin við eigendur staðanna, en að að gildandi deiliskipulag Hafnargötu heimili rekstur skemmtistaða á þessum stöðum. Þá sagði Kjartan að lögregla og heilbrigiseftirlit hafi eftirlitsskylduna á sínum herðum.