Leggja til breytingu á aðalskipulagi – Vilja fjölga íbúðum um 86

Lögð hefur verið fram tillaga um óverulega breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035. Fyrirhuguð breyting tekur til skipulagssvæða í Hlíðarhverfi, sunnan Þjóðbrautar, austan við Reykjanesbraut og vestan við Móahverfi.
Breytingin sem lögð er til felst í því að íbúðarsvæði ÍB28, eins og það er skilgreint í skipulagi, stækkar til austurs og íbúðum fjölgar úr 900 í 986.
Farið var yfir málið á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar og bókað að vinna þurfi drög að skipulagi íþróttasvæðis og skólalóðar svo tryggt sé að svæðið þjóni sínu hlutverki þrátt fyrir þessa breytingu. Erindi er því frestað að sinni.